52. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. apríl 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm) fyrir Birgi Þórarinsson (BirgÞ), kl. 11:07
Halldór Auðar Svansson (HAS), kl. 09:18
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason, Jódís Skúladóttir og Sigurjón Þórðarson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:22
Fundargerð 51. fundar var samþykkt.

2) 535. mál - lögreglulög Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, sem tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

3) 795. mál - aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026 Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lindu Hrönn Þórisdóttur frá Barnaheillum og Sigurveigu Þórhallsdóttur frá umboðsmanni barna, Daníel E. Arnarson og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur frá Samtökunum '78 og loks mættu Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir og Joanna Marcinkowska frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar.

4) 542. mál - tónlist Kl. 11:05
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Halldór Auðar Svansson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Sigmar Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, er samþykkur álitinu.

5) 689. mál - tónlistarstefna fyrir árin 2023--2030 Kl. 11:15
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Halldór Auðar Svansson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir.
Sigmar Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, er samþykkur álitinu.

6) 942. mál - ríkislögmaður Kl. 11:16
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir dags. 19. apríl 2023, sem sendar voru á grundvelli heimildar formanns skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna, með tveggja vikna fresti.

Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 922. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 11:17
Tillaga um að Jóhann Friðrik Friðriksson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) 956. mál - Mennta- og skólaþjónustustofa Kl. 11:18
Tillaga um að Jóhann Friðrik Friðriksson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

9) 895. mál - lögheimili og aðsetur Kl. 11:18
Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

10) 899. mál - kvikmyndalög Kl. 11:18
Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

11) Önnur mál Kl. 11:18
Helga Vala Helgadóttir, framsögumaður nefndarinnar í 45. máli - almenn hegningarlög (bælingarmeðferð), óskaði eftir því að málið yrði tekið á dagskrá. Sigmar Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, tók undir beiðnina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:22